Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1073 svör fundust

Af hverju var Eiríkur rauði kallaður þessu nafni?

Eiríkur Þorvaldsson var kallaður rauði af einfaldri ástæðu; hann var rauðhærður. Eiríkur rauði var uppi á síðari hluta tíundu aldar og um 980 sigldi hann til lands í norðvestur frá Íslandi, settist þar að og nefndi Grænland. Eiríkur átti þrjá syni með konu sinni Þjóðhildi, Leif, Þorvald og Þorstein. Leifur e...

Nánar

Hvað er átt við þegar talað er um Bjarmalandsför einhvers?

Um Bjarmalandsferðir má lesa í fornsögum eins og Heimskringlu, Egils sögu og Örvar Odds sögu. Bjarmaland var við Gandvík þar sem nú heitir Hvítahaf, lengst norður í óbyggðum - séð frá blómlegum landbúnaðarhéröðum Noregs. Þangað sóttu menn skinnavöru í greipar fjölkunnugra Finna (Bjarma) og er Gunnhildur kona E...

Nánar

Hvað vitum við um Gunnbjarnarsker? Hvar eru þau eða voru?

Gunnbjarnarskerja er getið í samhljóða frásögnum Landnámabókar, Eiríks sögu rauða og Ólafs sögu Tryggvasonar þar sem lýst er fyrirætlun Eiríks rauða um að rannsaka lönd vestan við Ísland: „… hann ætlaði að leita lands þess, er Gunnbjörn son Úlfs kráku sá, er hann rak vestur um Ísland, þá er hann fann Gunnbjarna...

Nánar

Hver er uppruni fjallkonunnar og hvaða hlutverki gegnir hún?

Hugmyndin um konu sem þjóðartákn var víða á kreiki í Evrópu á 18. og 19. öld. Hún tengdist rómantísku stefnunni og hugmyndinni um móður jörð. Nefna má Germaníu hina þýsku, Marianne þá frönsku og Britanníu hina ensku. Elsta hugmynd um konu sem tákn Íslands virðist koma fram hjá Eggert Ólafssyni á myndskreytingu ...

Nánar

Var é tvíhljóð fyrr á öldum?

Stefán Karlsson handritafræðingur skrifaði árið 1989 ágæta grein sem hann nefndi „Tungan“. Hún birtist síðar í afmælisriti hans árið 2000 og er vísað í það hér. Þar gerði hann grein fyrir þróun tungumálsins, meðal annars sérhljóðakerfisins og skrifaði að á 13. öld hefði é (sem þá var einhljóð) fengið framburðinn í...

Nánar

Af hverju heitir Alþingi ekki Alþing?

Spurningin í fullri lengd hljóðar svona: Af hverju heitir Alþingi Alþingi en ekki Alþing? Þ.e. af hverju þessi -i ending? Orðið þing beygðist til forna eins og í dag, í þágufalli þingi og í eignarfalli þings. Í fornnorrænni málfræði eftir Adolf Noreen er ekki minnst á hliðarmyndina þingi, aðeins þing. Í fornmá...

Nánar

Hvaðan var Leifur heppni?

Leifur heppni var sonur Eiríks rauða sem er talinn einn af landnámsmönnum Íslands. Hann bjó á Eiríksstöðum í Haukadal í Dölum en hrökklaðist þaðan og var dæmdur í þrjú ár af landinu. Hann hóf landnám á Grænlandi árið 986. Leifur er yfirleitt talinn vera íslenskur en samkvæmt Grænlendinga sögu fór hann í landale...

Nánar

Hvar finn ég upplýsingar á netinu um forngripi eða forngripasöfn?

Hér er svarað eftirtöldum spurningum: Hvar finn ég upplýsingar á netinu um forngripi eða söfn sem innihalda forngripi? Getið þið sagt mér hvar á netinu ég get fundið egypska forngripi, eða bara einhverja forngripi (ekkert endilega egypska)? Söfn og forngripir á netinu Á netinu er að finna gríðarlegt...

Nánar

Eru galdrar til?

Galdur felur í sér tilraunakennda þekkingarleit, sem er að hluta til byggð á eftirfarandi: athugun á lögmálum og náttúrukröftum,trú mannsins á æðri máttarvöld,trú hans á eigin getu til þess að ná sambandi við og virkja innri sem ytri krafta. Sé grennslast fyrir um eðli galdraathafna má segja að þau feli í sér vi...

Nánar

Af hverju renna á mann tvær grímur?

Orðtakið tvær grímur renna á einhvern ‛einhver er á báðum áttum, einhver efast um eitthvað’ þekktist þegar í fornu máli og kemur fram í vísu sem Grettir Ásmundarson á að hafa kveðið. Uppruninn er ekki ljós en Halldór Halldórsson nefnir þrjár skýringar í doktorsritgerð sinni Íslenzk orðtök (1954:205-207). Ein...

Nánar

Fleiri niðurstöður